11. Stjórnarfundur SÍM þriðjudaginn 9. október 2012

Fundargerð

 1. Stjórnarfundur SÍM þriðjudaginn 9. október 2012 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Katrín Elvarsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir meðstjórnendur. Hrafnhildur ritaði fundinn.

Fundur settur. 10:20

 1. Fundargerð stjórnarfundar 12. september bornin upp til samþykktar. Ekki bárust neinar athugasemdir og telst hún því samþykkt.
 2. Erindi Ástu Ólafsdóttur frá 22. júní vegna kosningarfyrirkomulags og breytingartillögur á 7. og 8. grein laga SÍM, sem og á kjörgögnum – til afgreiðslu. Tillögur Hörpu Fannar að breytingum á lögum SÍM var samþykkt óbreytt. Tillögur Ástu Ólafsdóttur að breytingu á leiðbeiningatexta sem fylgir kjörgögnum voru teknar til skoðunar. Eftirfarandi texti var samþykktur sem leiðbeiningatexti með kjörgögnum:

Til að kjósa skal opna slóðina og haka við frambjóðendur.

 1. Formann: Haka skal við einn eða engan.
 2. Meðstjórnendur: Haka skal við tvo, einn eða engan.

Atkvæðaseðillinn er sendur með því að ýta á ,,senda” hnappinn.

 1. Siðaregur og verklagsreglur SÍM – til afgreiðslu. Frestað til næsta fundar.
 2. Vinnufundur vegna MU samnings – ákveða þarf dagsetningu. Ákveðið var að halda vinnufund vegna MU samnings þann 7. nóvember, daginn fyrir félagsfund. Formaður SÍM fer til Svíþjóðar á MU námskeið á vegum KRO þann 20. nóvember.
 3. Félagsfundur SÍM miðvikudaginn 24. október– málefni til fundar og fundartími. Ákveðið var að færa félagsfundinn til 8. nóvember kl 17:00-19:00. Málefni fundarins verður séreignarsparnaður og aðrar lífeyris- og sparnaðarleiðir.
 4. Sambandsráðsfundur SÍM kl. 12. Rætt var um fundarefni Sambandsráðsfundar og ákveðið að SÍM tæki þátt í að niðurgreiða ráðstefnugjald vegna ráðstefnunnar ,,You are in Control.” Þannig yrði niðurgreitt um kr. 10.000 fyrir stjórnarmeðlimi og einn félagmann frá hverju aðildarfélagi. Heildarupphæð niðurgreiðslu gæti orðið kr. 130.000 ef allir þiggja boðið.
 5. Fulltrúi SÍM í úthlutunarnefnd MOFr – til kynningar. Nú liggur fyrir endanleg tilnefning SÍM og BÍL í úthlutunarnefnd MOFr. Ólöf Nordal tók að sér að vera fulltrúi SÍM á listanum og var hún valin í dómnefndina.
 6. Samkeppni um útilistaverk HP-Granda. Formaður bað um leyfi að bæta þessum efnislið við fundinn og var það samþykkt. HP-Grandi ætlar að fara af stað með samkeppni um útilistaverk samkvæmt samkeppnisreglum SÍM. Stjórn þarf að samþykkja auglýsingu og samkeppnisreglur vegna samkeppninnar vegna þessa. Framkvæmdastjóri lagði fram auglýsingu og voru gerðar breytingar á henni. Stjórn samþykkti að fela formanni og framkvæmdastjóra að klára verkið.
 7. Önnur mál.
 8. SÍM vinnustofur. Engar athugasemdir bárust frá stjórn við tillögu formanns og framkvæmdstjóra að taka hugsanlega á leigu vinnustofuhúsnæði í Súðavogi. Ingibjörg hóf því vinnu við að gera eigendum tilboð. Fjórtán manns hafa þegar skráð sig á lista vegna vinnustofanna, en þær yrðu væntanlega um 20 talsins.
 9. Félagar í BÍL og ECA. Heildarfjöldi félaga í ECA eru 212.000 listamenn í 393 félögum í 28 löndum. Í BÍL eru 3.975 félagsmenn þar af 2015 karlar og 1780 konur.
 10. Málefni LHÍ á fundi BÍL. Á stjórnarfundi BÍL var erindi Ásmunds Ásmundssonar tekið fyrir og var því vísað frá, en honum bent á að senda erindið til Félags um Listaháskóla Íslands.
 11. Aðalfundur IAA. Stjórn var í vikunni send aðalfundarskýrsla SÍM vegna IAA. Formaður og framkvæmdastjóri sitja fundinn, en hann verður að þessu sinni haldinn í Istanbúl í Tyrklandi.
 12. You are in Control ráðstefna á vegum Íslandsstofu. Sjá lið 6.
 13. Starfslýsingar starfsmanna SÍM. Starfslýsingar eru tilbúnar og verða teknar fyrir á næsta stjórnarfundi.

 

Fundi slitið. kl. 12:00

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com