10. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 12. september 2012

Fundargerð

 

 1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 12. september 2012 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður, Kristín Gunnlaugsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Unnar Örn Jónasson og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri. Ásta Ólafsdóttir varamaður sat síðari hluta fundarins í stað Ásmundar.  

 

Fundur settur kl. 10:05.

 1. Fundargerð stjórnarfundar 27. júlí og 22. ágúst bornar upp til samþykktar. Fundargerðir samþykktar.
 2. Erindi Ástu Ólafsdóttur frá 22. júní vegna kosningarfyrirkomulags og breytingartillögur á 7. og 8. grein laga SÍM, sem og á kjörgögnum – til afgreiðslu. Málinu er frestað til næsta fundar, þar sem gögn hafa ekki borist frá lögfræðingi Myndstefs varðandi málið, en hún ætlaði að skil ályktun um málið.
 3. Nýr varafulltrúi í Launasjóð myndlistarmanna. Samþykkt var að fela Hildigunni Birgisdóttur að vera varafulltrúi í Launasjóði myndlistarmanna í stað Hildar Bjarnadóttur, sem sagði af sér.
 4. Nýir fulltrúar í stjórn KÍM. Samþykkt var að Ragnar Kjartansson kæmi inn í stjórn KÍM í stað Hildar Bjarnadóttur, sem sagði af sér. Í byrjun næsa árs mun Katrín Elvarsdóttir aðalmaður og Hekla Dögg varamaður enda sitt tveggja ára tímabil. Stjórn ræddi um að þá yrði nýr aðalmaður valinn úr stjórn til að tryggja upplýsingaflæði á milli stjórnanna. Samþykkt var að Ásmundur Ásmundsson yrði sá fulltrúi og að Kristveig Halldórsdóttir yrði nýr varamaður.
 5. Launaviðtal formanns – til umræðu og afgreiðslu. Samþykkt var að veita formanni SÍM 5% launahækkun sem tekur gildi frá og með 1. september. Rætt var um að gera starfslýsingar fyrir alla starfsmenn SÍM skrifstofunnar. Ingibjörg mun sjá um þá framkvæmd, enda liggja fyrir eldri starfslýsingar.
 6. Siðaregur og verklagsreglur SÍM. Farið var í gegnum þær siðareglu og verklagsreglur sem fyrir lágu og þeim breitt. Var formanni falið að fínpússa breytingarnar og senda til stjórnar til lokayfirferðar.
 7. Ályktun stjórnar SÍM vegna ráðningar prófessors í tímatengdum miðlum við LHÍ. Drög að ályktun Ásmundar vegna ráðningu prófessors við LHÍ var lögð fram. Ásmundur skýrði út málið og gekk svo af fundi. Á fundinn kom Ásta Ólafsdóttir sem er varamaður í stjórn. Rætt var um málið og ákveðið að senda stjórn LHÍ bréf varðandi málið með ábendingum um að hér hafi ekki verið farið að lögum.
 8. Aldursskipting félagsmanna SÍM. Ingibjörg framkvæmdastjóri lagði fram gögn um aldursskiptingu félagsmanna. Ljóst er að meðalaldur félagsmanna er nokkuð hár og er stærsti hópurinn á aldrinum 52-61 árs. Til að laða yngri félagsmenn að SÍM var ákveðið að á árlegum kynningarfundi SÍM hjá LHÍ næsta vor yrði væntanlegum útskriftarárgangi gefinn kostur á að skrá sig í samtökin á staðnum og jafnframt gefinn eftir árgjaldið það árið.
 9. Önnur mál. a. Katrín Elvarsdóttir tók að sér að kanna hugsanlega úrvinnslu könnunar SÍM á stöðu myndlistarmanna. Hún ræddi við Önnu Berglindi Thorstensen, sem er tilbúin að ræða nánar við formann um útfærslu og greiningu slíkra gagna.
 10. Á stjórnarfundi BÍL upplýsti forseti samtakanna að hún sé á förum á norrænan fund um styrkjakerfi KKNord. Hún bað formenn um að ræða við sínar stjórnir um hvaða breytingar við viljum sjá á því kerfi. Formaður SÍM biður sína stjórn um að senda sér ábendingar ef einhverjar eru.

Fundi slitið. kl. 12:30

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com