49828836 2087482984876651 347921410724724736 N

Hreyfing í Miðpunkti

Hreyfing í Miðpunkti

Laugardaginn 12. janúar klukkan 17 opnar sýningin Hreyfing í sýningarrýminu Midpunkt í Kópavogi. Um er að ræða verk fjögurra myndlistamanna sem allir á einhvern hátt eru að fást við hreyfingu, líkamlega áreynslu, dans eða kóreógrafíu. Gestum býðst að taka þátt í átakinu, því það verður líkamsræktaraðstaða í rýminu sem hægt er að nýta sér meðan myndverkin eru upplifuð. Það má því segja að gestum bjóðist að vera beinir þátttakendur í  hreyfingunni og uppfylla þannig áramótaheitin um leið.

Meðal þeirra sem sýna eru Árni Jónsson, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Gígja Jónsdóttir og Curver Thoroddsen. Árni Jónsson er útskrifaður úr listaháskólanum og fæst við leikmyndagerð í bæði kvikmyndum og leikhúsi, sem er mjög áberandi í vídjóverkum hans.Elísabet Birta er dansari og myndlistarkona sem kannað hefur hlutgervingu líkama bæði með gjörningum, innsetningum og vídjóverkum.
Gígía Jónsdóttir er útskrifuð úr San Francisco Art Institute í myndlist en hún er einnig með bakgrunn í dans. Curver Thoroddsen er vel þekktur í bæði tónlistar og myndlistarheiminum, en hann notast við blandaða miðla og gjörninga. Midpunkt er rekið af hjónunum Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnarson og Snæbirni Brynjarssyni, Með sýningunni Hreyfing vilja þau bjóða fólki upp á árekstur kóreógrafískrar hugsunar og myndlistar, sem fái fólk til að sjá hreyfingu í nýju ljósi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com