SÍM Gallerí, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík
Opið: 18. október - 13. nóvember
Opnun 18. október kl. 14:00
Úlfur hefur sýnt verk sín víða á Íslandi og í Evrópu og verk eftir hann eru í eigu einkasafna hér heima og erlendis.
Sýningin samanstendur af teikningum og málverkum frá 2024 og 2025 sem fjalla um óvænta og stundum óboðna gesti á netinu eða í raunheimum, varnarleysi sofandi harðstjóra og okkur sjálf.