Fara í leiðarkerfi


Samband Íslenskra Myndlistarmanna
The association of Icelandic visual artists

Málþing SÍM 2012


Starfsumhverfi myndlistarmanna

(myndbandsupptökur er hægt að nálgast vinstra megin á síðunni)


Málþing SÍM laugardaginn 24. mars 2012


Málþing Sambands íslenskra myndlistarmanna var haldið laugardaginn 24. mars kl. 15:00-17:00 í fyrirlestrarsal Listaháskóla Íslands að Skipholti 1, fyrstu hæð. Yfirskrift málþingsins var ,,Starfsumhverfi myndlistarmanna.

Með málþinginu leitaðist SÍM við að tæpa á sem flestum málaflokkum er varða það starfsumhverfi sem myndlistarmenn búa við í dag. Hvaða breytingar séu í vændum á næstu misserum og hvert beri að stefna í hagsmunabaráttu myndlistarmanna í náinni framtíð. Stjórn SÍM fékk blandaðan hóp fagfólks á sínnu sviði til að tala á málþinginu.
Á eftir framsöguerindum sátu fyrirlesarar í pallborði og svöruðu spurningum stjórnanda málþingsins, sem og úr sal.

Harpa Björnsdóttir, myndlistarkona var stjórnandi málþingsins og pallborðsins og frummælendur voru:

Frida Yngström, frá KRO í Svíþjóð var heiðursgestur okkar kynnti hún sænska MU – samninginn (http://kro.se/3325), sem  fjallar um ýmsar greiðslur hins opinbera til listamanna vegna sýningarhalds o.fl.
Eiríkur Þorláksson, listfræðingur og fulltrúi Menntamálaráðuneytisins flutti  erindi um Myndlistarlögin, sem nýverið voru lögð fram á alþingi.
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur Myndstefs flutti erindið:
Endurbirting, sýning og önnur notkun listaverka samkvæmt íslenskum höfundalögum.
Guðrún Erla Geirsdóttir (GErla), með erindið: Húkandi á hanabjálka – starfsumhverfi myndlistarmanna.
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL með erindi um frumvarp til virðisaukaskattslaga og réttarstöðu listamanna er kemur að skattamálum.


Með því að smella á nöfn frummælenda vinstra megin á síðunni er hægt að horfa á myndbandsupptöku af viðkomandi erindi.