GIV MÍ TYGGIGÚMMÍ er yfirskrift einkasýningar Ingibjargar Rannveigar Guðlaugsdóttur sem opnar á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 29. júlí kl.16.
Opið: 15:00-18:00 hvern dag fyrir utan opnunardaginn.
,,Giv mí tyggigúmmí’’ sagði lítil fimm ára stúlka við hermann sem hallaði sér upp að ljósastaur þar sem hann stóð vörð utan við heimili hennar í seinni heimsstyrjöldinni.
Myndirnar á þessari sýningu eru í sama dúr. Minningar Ingibjargar frá æsku og unglingsárunum í Vestmannaeyjum verða að abstrakt málverkum eins og Ingibjörg sér minningarnar.
Giv mí tyggigúmmí er fyrsta einkasýning Ingibjargar Rannveigar.